Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson verða í eldlínunni í dag þegar þýska meistaraliðið Kiel mætir Ciudad Real í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu í handknattleik í íþróttahöllinni í Köln.

Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson verða í eldlínunni í dag þegar þýska meistaraliðið Kiel mætir Ciudad Real í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu í handknattleik í íþróttahöllinni í Köln. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Barcelona og Medvedi frá Rússlandi. Úrslitaleikurinn fer fram í Köln á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fer fram á einni helgi. Uppselt er á leikina en íþróttahöllin rúmar um 20.000 manns.

Þá mætast svissneska liðið Kadetten, með Björgvin Pál Gústavsson markvörð innanborðs, og Lemgo frá Þýskalandi í síðari úrslitaleik EHF-keppninnar í handknattleik í dag í Sviss. Vignir Svavarsson leikur með Lemgo en liðið hefur sex marka forskot eftir fyrri viðureignina í Þýskalandi. iben@mbl.is