Ákveðið hefur verið að fella niður hátíðahöld í tengslum við svonefnda Hátíð hafsins, sem haldin hefur verið á Akranesi á laugardeginum fyrir sjómannadag sl. fjögur ár. Skv.
Ákveðið hefur verið að fella niður hátíðahöld í tengslum við svonefnda Hátíð hafsins, sem haldin hefur verið á Akranesi á laugardeginum fyrir sjómannadag sl. fjögur ár. Skv. upplýsingum Tómasar Guðmundssonar,verkefnastjóra Akranesstofu, voru framlög til viðburða á vegum Akraneskaupstaðar lækkuð mjög í kjölfar efnahagshrunsins og ljóst að breyta þyrfti verulega tilhögun og framkvæmd vegna þeirra viðburða sem haldnir væru á Akranesi ár hvert. „Af þessum sökum verður að fella niður umrædda Hátíð hafsins að þessu sinni. Ítrekað skal að þetta hefur engin áhrif á skipulagða dagskrá á sjómannadegi, enda hefur Akraneskaupstaður ekki komið að skipulagi dagskrár á þeim degi,“ segir í fréttatilkynningu.