Fyrirtækjum sem tekin voru til gjaldþrotaskipta fækkaði um 27% í apríl, frá því sem var sama mánuð árið 2009. 62 fyrirtæki urðu gjaldþrota í mánuðinum, en 85 í apríl 2009.
Fyrirtækjum sem tekin voru til gjaldþrotaskipta fækkaði um 27% í apríl, frá því sem var sama mánuð árið 2009. 62 fyrirtæki urðu gjaldþrota í mánuðinum, en 85 í apríl 2009. Í frétt frá Hagstofunni segir að eftir bálkum atvinnugreina hafi flest gjaldþrot verið í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu fjóra mánuði ársins 2010 er fjöldi gjaldþrota 355 sem er rúmlega 2% aukning frá sama tímabili árið 2009 þegar 346 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.