Aska eftir Yrsu Sigurðardóttur kemur út hjá spænska forlaginu Santillana á næstu dögum, en þetta er þriðja bók rithöfundarins sem kemur út hjá forlaginu. Búið er að semja um útgáfu bókarinnar á ellefu tungumálum, en næst mun hún koma út í Bretlandi.
Aska eftir Yrsu Sigurðardóttur kemur út hjá spænska forlaginu Santillana á næstu dögum, en þetta er þriðja bók rithöfundarins sem kemur út hjá forlaginu. Búið er að semja um útgáfu bókarinnar á ellefu tungumálum, en næst mun hún koma út í Bretlandi. Það er Enrique Bernárdez sem þýðir bókina yfir á spænsku, en hann hefur áður þýtt m.a. Laxness, Sjón, Thor Vilhjálmsson og Njáls sögu.