Unnur Anna Valdimarsdóttir
Unnur Anna Valdimarsdóttir
Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2010 voru afhent á Rannsóknarþingi á fimmtudag sl. Dr.

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2010 voru afhent á Rannsóknarþingi á fimmtudag sl. Dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir, dósent við læknadeild og forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, hlaut viðurkenninguna að þessu sinni.

Unnur er fædd á Akureyri árið 1972. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og doktorsprófi í klínískri faraldsfræði frá Karolinska Institutet árið 2003. Árið 2006 var Unnur svo ráðin til að leiða nýstofnað framhaldsnám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Í mati dómnefndar segir að Unnur hafi á undraskömmum tíma byggt upp öfluga stofnun.

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum hefur skarað fram úr. Verðlaunin sem nú eru tvær milljónir króna, hafa verið veitt frá árinu 1987.