Hvít dúfa er nú í vörslu vopnaðra lögreglumanna á lögreglustöð á Indlandi vegna gruns um að hún sé útsendari leyniþjónustunnar í grannríkinu Pakistan. Bréfdúfan fannst á dögunum í indverska sambandsríkinu Punjab, nálægt landamærunum að Pakistan.

Hvít dúfa er nú í vörslu vopnaðra lögreglumanna á lögreglustöð á Indlandi vegna gruns um að hún sé útsendari leyniþjónustunnar í grannríkinu Pakistan.

Bréfdúfan fannst á dögunum í indverska sambandsríkinu Punjab, nálægt landamærunum að Pakistan. Hún var með hring um annan fótinn og pakistanskt símanúmer og heimilisfang hafði verið skrifað með rauðu bleki á búkinn.

Indverska fréttastofan PTI hefur eftir lögreglumönnum að grunur leiki á að bréfdúfan hafi verið send með skilaboð, líklega til útsendara pakistönsku leyniþjónustunnar, þótt engin skilaboð hafi fundist.