Vægi vefmiðla hefur aldrei verið meira en nú og umhverfi rótgróinna fjölmiðla eins og dagblaða og ljósvakamiðla hefur breyst varanlega. Þetta er hluti af meginniðurstöðum annars hluta rannsóknar Creditinfo á fjölmiðlum og fréttum.

Vægi vefmiðla hefur aldrei verið meira en nú og umhverfi rótgróinna fjölmiðla eins og dagblaða og ljósvakamiðla hefur breyst varanlega. Þetta er hluti af meginniðurstöðum annars hluta rannsóknar Creditinfo á fjölmiðlum og fréttum.

Frá því skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út hafa birst 2123 fréttir af henni í helstu dagblöðum, ljósvakamiðlum og vefmiðlum. Eru það að meðaltali um 10% frétta á þessum tíma í prentmiðlum og innan við 9% í ljósvakamiðlum. Meira en helmingur fréttanna hefur birst í veðmiðlum.

Umfjöllun um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur ekki breytt því hverjir eru til umfjöllunar. Nefna má að Samfylkingin er efst á listanum sem birtur er hér til hliðar.

Vantar upp á traust

Niðurstöður könnunar sem Capacent gerði fyrir Creditinfo benda til þess að fólk treysti almennt ekki umfjöllun fjölmiðla um orsakir efnahagshrunsins. Þannig segjast 18,6% aðspurðra treysta vel umfjölluninni og tæp 40% segjast treysta henni illa. Liðlega 41% tekur ekki afstöðu.

Rúmlega helmingur þeirra sem segjast illa treysta umfjölluninni gefur þá skýringu að fjölmiðlarnir séu hlutdrægir og um fimmtungur nefnir eignarhald fjölmiðla.

Creditinfo telur að dagblöð og ljósvakamiðlar muni þurfa lengri tíma til að vinna traust almennings á ný. Kostnaðaraðhald muni gera þeim erfitt fyrir og líklega gera fréttaflutning þeirra einhæfari. Í þessu ljósi gefur Creditinfo það mat að vægi íslenskra vefmiðla hafi aldrei verið meira en nú og þar séu sóknarfæri.