Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
„Ég legg þunga áherslu á að umrætt frumvarp verði afgreitt í júní,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um frumvarp dómsmála- og mannréttindaráðherra.

„Ég legg þunga áherslu á að umrætt frumvarp verði afgreitt í júní,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um frumvarp dómsmála- og mannréttindaráðherra.

Hún segir að úrræði þau sem kveðið er á um í frumvarpinu muni „stórlega bæta réttarstöðu“ skuldara. Hún telur þá breytingu að eftirstöðvar skulda verði reiknaðar út frá söluverði en ekki markaðsvirði og að fólk fái að búa áfram í seldum heimilum sínum eftir nauðungarsölu muni vega þungt í baráttu skuldara í greiðsluerfiðleikum. Þá telur hún að þeir frestir sem þegar hafa verið veittir hafi veitt skuldurum svigrúm til að vinna bug á greiðsluvanda sínum.