Sigurvegari Ásgeir Þór Þorsteinsson sigraði í Videosamkeppni mbl.is og Canon. Lengst t.v. er Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon hjá Sense.
Sigurvegari Ásgeir Þór Þorsteinsson sigraði í Videosamkeppni mbl.is og Canon. Lengst t.v. er Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon hjá Sense. — Morgunblaðið/Jakob Fannar
Myndbandið Brettahreysti sigraði í Videosamkeppni mbl.is og Canon, sem efnt var til í tengslum við Skólahreysti og ætluð nemendum 8. – 10. bekkjar grunnskóla. Brettahreysti er eftir Ásgeir Þór Þorsteinsson, nemanda í 10.

Myndbandið Brettahreysti sigraði í Videosamkeppni mbl.is og Canon, sem efnt var til í tengslum við Skólahreysti og ætluð nemendum 8. – 10. bekkjar grunnskóla. Brettahreysti er eftir Ásgeir Þór Þorsteinsson, nemanda í 10. bekk Hamraskóla, og fékk hann að launum Canon LEGRIA HF-200 upptökuvél, að verðmæti 150 þúsund kr.

Dómnefnd var skipuð ljósmyndurum Morgunblaðsins, starfsmönnum mbl.is og fulltrúa Canon á Íslandi.