Spenna Mikil spenna ríkti á meðal þjálfara og stuðningsmanna félaganna meðan keppni á fyrri degi bikarkeppninnar í sundi stóð yfir í gærkvöldi.
Spenna Mikil spenna ríkti á meðal þjálfara og stuðningsmanna félaganna meðan keppni á fyrri degi bikarkeppninnar í sundi stóð yfir í gærkvöldi. — Ljósmynd/Víkurfréttir
Ívar Benediktsson iben@mbl.is Sundfélagið Ægir hefur forystu í 1. deild kvenna og Sundfélag Hafnarfjarðar, SH, er efst í 1. deild karla að loknum fyrri keppnisdegi í bikarkeppni Sundsambands Íslands sem hófst í gær í Vatnaveröld í Reykjanesbæ.

Ívar Benediktsson

iben@mbl.is

Sundfélagið Ægir hefur forystu í 1. deild kvenna og Sundfélag Hafnarfjarðar, SH, er efst í 1. deild karla að loknum fyrri keppnisdegi í bikarkeppni Sundsambands Íslands sem hófst í gær í Vatnaveröld í Reykjanesbæ.

Ægir hefur 5.251 stig í kvennaflokki en lið Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, ÍB, er í öðru sæti með 4.916 stig. ÍA er í þriðja sæti með 4.675 stig og SH er skammt á eftir með 4.623 stig. KR er með 4.4.87 stig og Óðinn 4.450 stig.

SH hefur unnið sér inn 5.175 stig í karlaflokki í 1. deild en Ægir er skammt á eftir með 4.892 stig. ÍRB er í þriðja sæti með 4.474 stig og KR með 4.023 stig. ÍR er í fimmta sæti með 3.834 stig og Óðinn í sjötta sæti með 3.477 stig.

Í 2. deild kvenna er B-sveit Ægis efst með 4.164 stig. Fjölnir er í öðru sæti með 3.484 stig en keppnin er afar jöfn. Breiðablik er í þriðja sæti með 3.463 stig og Ármann með 3.438 stig en Vestri rekur lestina með 3.306 stig. Eitt lið fer upp í 1. deild en samkvæmt reglum getur það ekki orðið B-sveit Ægis þótt hún verði efst. Þar sem mjótt er á milli Fjölnis, Breiðabliks og Ármanns mun hvert stig skipta máli í baráttunni um 1. deildar sæti í dag á síðari keppnisdegi. Fjölnir hefur örugga forystu í 2. deild karla, hefur rúmlega 400 stigum meira en Ægir sem er í öðru sæti.

Eitt drengjamet féll í keppninni í gær. Einar Þór Ívarsson, ÍRB, synti 400 m skriðsund á 4.37,61 mínútu og bætti met Freysteins Viðars Viðarssonar frá 2008, um 1,7 sekúndur.