Högni Egilsson, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, heldur útskriftartónleika í Þjóðmenningarhúsinu í dag kl. 16. Högni hefur numið tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og útskrifast með BA-gráðu í því fagi.
Högni Egilsson, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, heldur útskriftartónleika í Þjóðmenningarhúsinu í dag kl. 16. Högni hefur numið tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og útskrifast með BA-gráðu í því fagi. Á tónleikunum verður frumflutt verkið Án titils og auk þess verða flutt verkin Laud og Án titils – Tilbrigði við Ramifications eftir G.Ligeti.