— Morgunblaðið/Golli
Kjörkassar sem nota á Reykjavík voru fluttir í Ráðhús Reykjavíkur í gærkvöldi. Snemma í dag munu svo fulltrúar allra hverfiskjörstjórna taka á móti kjörkössunum og kjörgögnum í Ráðhúsinu og flytja á kjörstaði borgarinnar í lögreglufylgd.

Kjörkassar sem nota á Reykjavík voru fluttir í Ráðhús Reykjavíkur í gærkvöldi. Snemma í dag munu svo fulltrúar allra hverfiskjörstjórna taka á móti kjörkössunum og kjörgögnum í Ráðhúsinu og flytja á kjörstaði borgarinnar í lögreglufylgd.

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði í sveitarstjórnarkosningunum í dag og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Finna má upplýsingar um kjörskrár á vefnum kosning.is og á kosningavef Morgunblaðsins, mbl.is/kosningar, má finna lista yfir frambjóðendur, fréttir og viðtöl auk helstu skoðanakannana sem gerðar voru í aðdraganda kosninganna. Að auki verða helstu fréttir af kosningunum á fréttavefnum, mbl.is.