Yfir 200 manns ætla að klífa Hvannadalshnjúk um helgina á vegum 66° Norður og Íslenskra fjallaleiðsögumanna.

Yfir 200 manns ætla að klífa Hvannadalshnjúk um helgina á vegum 66° Norður og Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Þessir aðilar hafa verið í samstarfi undanfarin ár og boðið almenningi upp á að klífa fjöll eftir að hafa farið í gegnum undirbúning sem felst í fyrirlestrum og námskeiðum. Þar er farið í gegnum næringu, klæðnað, búnað, öryggi og umhverfislega ábyrgð. Þetta er í þriðja sinn sem fyrirtækin standa fyrir fjallgöngunni. Í ár eru það ekki aðeins Íslendingar sem ætla að klífa tindinn því um 20 erlendir blaðamenn verða með í för. Þeir koma m.a. frá LA Times, UK Climbing.com og Adventure Travel Magazine.