Hetjur Warner veðjar á hetjurnar á komandi misserum.
Hetjur Warner veðjar á hetjurnar á komandi misserum.
Kvikmyndarisinn Warner Bros. sendi frá sér tilkynningu á dögunum þar sem ljóstrað var upp um áætlaða útgáfudaga þeirra kvikmynda sem fyrirtækið er með í vinnslu og koma út á næsta ári. Á listanum voru m.a.: Red Riding Hood – 22.

Kvikmyndarisinn Warner Bros. sendi frá sér tilkynningu á dögunum þar sem ljóstrað var upp um áætlaða útgáfudaga þeirra kvikmynda sem fyrirtækið er með í vinnslu og koma út á næsta ári. Á listanum voru m.a.:

Red Riding Hood – 22. apríl

The Hangover 2 – 26. maí

Green Lantern 3D – 17. júní

Harry Potter and the Deathly Hallows: Part II 3D – 15. júlí

Journey to the Center of the Earth 2 3D – 23. september

Happy Feet 2 – 18. nóvember

New Year's Eve – 9. desember

Sherlock Holmes 2 – desember

Einnig kom fram að næstu Batman-mynd er áætlað að sýna í júlí 2012, og jólin sama ár mun ný Súperman-mynd vera væntanleg í kvikmyndahús.

Og það má sannarlega segja að Warner ætli að veðja á teiknimyndahetjurnar á komandi misserum, en á undirbúningsstigi eru myndir um Flash, Wonder Woman, Aquaman og teiknimyndafígúrur úr tímaritinu Mad .