Unnar Örn J. Auðarson
Unnar Örn J. Auðarson
Fullkomleikaárátta – Samtal um vald, sjálfsmynd og ófullkomleika er yfirskrift samtals sem boðað er til í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi á morgun kl. 15:00. Samtalið er byggt á sýningu Unnars Arnar J.
Fullkomleikaárátta – Samtal um vald, sjálfsmynd og ófullkomleika er yfirskrift samtals sem boðað er til í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi á morgun kl. 15:00. Samtalið er byggt á sýningu Unnars Arnar J. Auðarsonar, Í safni ófullkomleikans 1939–2010 , sem nýlega var opnuð í Hafnarhúsinu. Þar ræða saman þau Íris Ellenberger, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og listamaðurinn sjálfur. Stjórnandi er Oddný Eir Ævarsdóttir. Samtal fjórmenninganna fer fram í sýningarsalnum í fréttasetti frá árdögum Ríkissjónvarpsins. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.