Deigla Elísabet Indra Ragnarsdóttir stýrir umræðum um breytingar á tónlistarsköpun á undanförnum áratugnum.
Deigla Elísabet Indra Ragnarsdóttir stýrir umræðum um breytingar á tónlistarsköpun á undanförnum áratugnum. — Morgunblaðið/G.Rúnar
Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Á dagskrá Listahátíðar á Kjarvalstöðum næstkomandi þriðjudag kl. 20:00 er liður sem nefnist Hamar, steðji, ístað – samræða um tónlist í samtímanu m þar sem rætt verður um deigluna í samtímatónlist.

Ásgerður Júlíusdóttir

asgerdur@mbl.is

Á dagskrá Listahátíðar á Kjarvalstöðum næstkomandi þriðjudag kl. 20:00 er liður sem nefnist Hamar, steðji, ístað – samræða um tónlist í samtímanu m þar sem rætt verður um deigluna í samtímatónlist. Umsjón með verkefninu hefur Elísabet Indra Ragnarsdóttir en hún sá um að velja gesti í umræðurnar en hver um sig um ber upp sitt erindi og í lokin munu opnar umræður eiga sér stað. „Við munu tala um samtímatónlist, tónleikaformið eins og við þekkjum það núna og hvaðan það er komið. Mörkin milli klassískrar tónlistar og popptónlistar verða einnig rædd og mun tónskáldið Daníel Bjarnason stjórna þeirri umræðu en hann var að gefa út plötu sem var markaðssett eins og poppmúsík.“

Elísabet segir að það sé afar mikilvægt að skapa umræður sem þessar um tónlist en miklar breytingar hafa orðið í tónlistarsköpun með tæknibyltingunni. „Það sem hefur verið að gerast á undanförnum árum er að fólk er að búa til tónlist án þess að hafa þessa áralöngu þjálfun að baki sem klassískt menntað tónlistarfólk hefur. Með tilkomu tölva og ýmiskonar upptökutækni virðist nánast hver sem er geta búið til tónlist. Það er orðið mjög mikið um sjálfmenntað tónlistarfólk, jafnvel fólk sem kemur úr myndlist og er að búa til tónlist út frá myndlistarlegum eigindum. Áður fyrr átti fólk gjarnan hljóðfæri heima við og settist saman á síðkvöldum undir söng og leik. En með tæknibyltingunni hafa þessi viðhorf breyst og tónlist er orðin mjög svo tölvuvædd. Tónlist úr tölvum breytir þeim bakgrunni og þeirri þekkingu sem tónlistarfólk þarf að hafa til að geta búið til tónlist. Svo virðist núorðið að allir geti búið til tónlist og markmiðið er að skapa umræður á jákvæðum nótum um þessar miklu breytingar sem orðið hafa á undanförnum áratugum og setja þær í tónlistarsögulegt samhengi.“

Rætt um samtímatónlist

» Þátttakendur í umræðunum á Kjarvalsstöðum eru Berglind María Tómasdóttir flautuleikari, Anna S. Þorvaldsdóttir tónskáld, Daníel Bjarnason tónskáld, Davíð Brynjar Franzson tónskáld, Halldór Úlfarsson, hljóðfærahönnuður og myndlistarmaður, og Njörður Sigurjónsson, doktor í menningarstjórnun.