Guðrún Elísa Ólafsdóttir, fv. varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að morgni hvítasunnudags, 23. maí sl. Guðrún var fædd á Ísafirði 3.

Guðrún Elísa Ólafsdóttir, fv. varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að morgni hvítasunnudags, 23. maí sl.

Guðrún var fædd á Ísafirði 3. febrúar 1932, dóttir Önnu Filippíu Bjarnadóttur og Ólafs Guðbrands Jakobssonar. Hún flutti síðar til Keflavíkur ásamt manni sínum, Magnúsi Jóhannessyni, sem er látinn.

Í Keflavík hóf hún störf við fiskvinnslu og var fljótlega kjörin trúnaðarmaður á sínum vinnustað. Guðrún var ætíð mjög virk í störfum sínum fyrir verkafólk og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir verkalýðshreyfinguna. Árið 1969 var hún kjörin í stjórn Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur og í mars 1973 var hún kjörin varaformaður félagsins. Stuttu síðar tók hún við formennsku í félaginu við afar erfiðar aðstæður, eftir að þáverandi formaður lést í bílslysi. Guðrún var formaður Verkakvennafélagsins allt þar til félagið sameinaðist Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis um áramótin 1989 og hún var varaformaður sameinaðs félags til apríl 2002. Hún var gerð að heiðursfélaga í félaginu sama ár.

Guðrún var varamaður í miðstjórn ASÍ, Verkamannasambandi Íslands, var í sambandsstjórn ASÍ og sat í Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. Menntamál verkafólks voru henni afar hugleikin og starfaði hún ötullega að þeim málum. Guðrún sat í stjórn Félags eldri borgara á Suðurnesjum og var formaður þess allt til dauðadags.

Guðrún og Magnús eignuðust fjóra syni og átta barnabörn.