Mótmæli Lögreglumenn og mótmælendur í búsáhaldabyltingunni 2008.
Mótmæli Lögreglumenn og mótmælendur í búsáhaldabyltingunni 2008. — Morgunblaðið/Golli
Landssamband lögreglumanna boðar til mótmælastöðu fyrir framan Alþingi við Austurvöll á mánudaginn þegar ár verður liðið frá því kjarasamningur við þá féll úr gildi. Mótmælastaðan hefst klukkan 15 þegar Alþingi kemur saman eftir hlé.

Landssamband lögreglumanna boðar til mótmælastöðu fyrir framan Alþingi við Austurvöll á mánudaginn þegar ár verður liðið frá því kjarasamningur við þá féll úr gildi.

Mótmælastaðan hefst klukkan 15 þegar Alþingi kemur saman eftir hlé. Á dagskrá eru óundirbúnar fyrirspurnir.

Í tölvuskeyti frá landssambandinu segir að lögreglustjórum hafi verið tilkynnt um þessa fyrirætlan. Lögreglumenn eru hvattir til að mæta og sýna samstöðu. Gert sé ráð fyrir að lögreglumenn hafi stillt sér upp kl. 15. Tekið er fram að það sé ákvörðun hvers og eins hvernig hann verður klæddur.