— Morgunblaðið/Kristinn
„Reykjavíkurframboðinu þykir lýðræðishallinn alveg yfirdrifinn nú þegar,“ segir í tilkynningu frá framboðinu, X-E, sem lagt hefur inn kæru á hendur Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar vegna kosningaumræðu sem fram fór í gærkvöldi, þar sem...

„Reykjavíkurframboðinu þykir lýðræðishallinn alveg yfirdrifinn nú þegar,“ segir í tilkynningu frá framboðinu, X-E, sem lagt hefur inn kæru á hendur Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar vegna kosningaumræðu sem fram fór í gærkvöldi, þar sem oddvitar fimm stærstu stjórnmálaflokkanna í Reykjavík komu fram. Framboðið telur að Stöð 2 hafi brotið 9. gr. útvarpslaga með því að útiloka þrjú framboð frá umræðunni.

Í athugasemd frá Stöð 2 segir að þau framboð sem mælst hafa með innan við 1% fylgi fengu tækifæri til að kynna stefnu sína sérstaklega í formi innslaga sem sýnd voru í gær. Öll framboðin hafi tekið þátt í þeim.

Einnig kemur fram að Stöð 2 telji sig „þjóna lýðræðinu betur með því að beina meiri athygli að þeim framboðum sem klárlega hafa raunverulegt kjörfylgi“.