Ron Artest
Ron Artest
Ron Artest tryggði Los Angeles nauman sigur á Phoenix Suns, 103:101, í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í körfubolta í Staples Center í fyrrinótt. Lakers er þar með komið yfir á ný í einvíginu, 3:2.

Ron Artest tryggði Los Angeles nauman sigur á Phoenix Suns, 103:101, í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í körfubolta í Staples Center í fyrrinótt. Lakers er þar með komið yfir á ný í einvíginu, 3:2.

Leikurinn var skemmtilegur og æsispennandi. Heimamenn höfðu forystuna mestallan leikinn eftir góða byrjun Phoenix, en góður endasprettur gestanna leiddi til þess að Jason Richardson jafnaði leikinn, 101:101, með löngu þriggja stiga skoti sem fór í spaldið og niður þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir.

Í lokatilraun sinni náðu Lakers að koma boltanum til Kobe Bryant, sem var vel valdaður af tveimur andstæðingum. Bryant náði snöggu skoti af kantinum, þótt hann væri í ójafnvægi. Skotið reyndist of stutt en Ron Artest, sem hafði átt afleitan leik, barðist vel fyrir boltanum og náði aðþrengdur að setja gott sniðskot niður um leið og leiktíminn rann út. Kobe Bryant var með enn einn þrjátíu stiga leikinn hjá Lakers og Derek gamli Fisher setti 22.

Steve Nash átti frábæran leik hjá Phoenix með 29 stig og ellefu stoðsendingar. Liðin leika sjötta leikinn í eyðimörkinni í Arizona í kvöld en allir leikir þeirra til þessa hafa endað með heimasigri. Því stefnir allt á sjöunda leikinn í Englaborg á mánudagskvöld. gval@mbl.is