Ljósasýning Gert Hof og Bergljót Arnalds með Snæfellsjökul í baksýn.
Ljósasýning Gert Hof og Bergljót Arnalds með Snæfellsjökul í baksýn.
Undirbúningur hefur verið hafinn að því að lýsa upp jökul á Íslandi og hefur þýski listamaðurinn Gert Hof verið fenginn til verksins, sem hann mun vinna í samstarfi við Bergljótu Arnalds tónskáld.

Undirbúningur hefur verið hafinn að því að lýsa upp jökul á Íslandi og hefur þýski listamaðurinn Gert Hof verið fenginn til verksins, sem hann mun vinna í samstarfi við Bergljótu Arnalds tónskáld.

Hof hefur verið hér á landi undanfarna daga að skoða aðstæður. Ekki hefur verið ákveðið hvaða jökull verður fyrir valinu en hann sagði í samtali við Morgunblaðið að atburðurinn myndi eiga sér stað í október.

Bergljót og Páll Ásgeir Davíðsson eiga hugmyndina að verkinu, sem ber heitið Rödd náttúrunnar eða Vox naturae , og þau fengu Hof til að setja ljósasýninguna upp. Bakhjarl er fyrirtækið Northern Lights Energy.

„Hér passar allt,“ sagði Hof þegar hann var spurður um aðstæður á Íslandi. Hann sagði að markmiðið væri að vekja athygli á loftslagsbreytingum. Það yrði að vara fólk við og sterkar myndir væru besta leiðin til þess. Hof hefur víða sett upp áhrifamiklar ljósasýningar og vakið heimsathygli. Hann hefur lýst upp sigursúluna í Berlín, Rauða torgið í Moskvu og Akrópólishæð í Aþenu. Hann kvaðst vera aðdáandi Leyndardóma Snæfellsjökuls eftir Jules Verne og því hefði það kveikt í sér að vinna verkefni á Íslandi og hann bætti við: „Ég vil framkalla myndir sem snerta við fólki.“