Flestir stunda nám í félags-, viðskipta- og lögfræði.
Flestir stunda nám í félags-, viðskipta- og lögfræði.
Skólanemendur á landinu öllu á skólaárinu sem er að ljúka eru rúmlega 107 þúsund talsins. Hagstofan hefur birt nýjar tölur um skólasókn og nemendafjölda á skólaárinu frá 2009 til 2010. Skráðir eru 18.699 nemendur á leikskólastigi, 42.

Skólanemendur á landinu öllu á skólaárinu sem er að ljúka eru rúmlega 107 þúsund talsins. Hagstofan hefur birt nýjar tölur um skólasókn og nemendafjölda á skólaárinu frá 2009 til 2010. Skráðir eru 18.699 nemendur á leikskólastigi, 42.929 nemendur á grunnskólastigi, 26.364 nemendur á framhaldsskólastigi og 19.020 á skólastigum ofar framhaldsskólastigi.

Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að nemendum fjölgaði um 1.529 frá árinu áður, eða um 1,4%.

Skólasókn 16 ára ungmenna á Íslandi haustið 2009 var 95% sé miðað við öll kennsluform.

Undanfarin þrjú ár hefur skólasókn 16 ára ungmenna á landsvísu haldist óbreytt og verið 93%. Haustið 2009 var skólasókn 16 ára komin í 95% og hefur því aukist um tvær prósentur frá fyrra ári. Aldrei fyrr hafa jafn margir 16 ára unglingar sótt framhaldsskóla.

Í umfjöllun Hagstofunnar kemur fram að nokkur munur sé á skólasókn 16 ára ungmenna eftir landshlutum. Hlutfallslega flestir 16 ára unglingar sæki skóla á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og á Vestfjörðum en þar er skólasókn 97% og hefur aldrei verið meiri. Hins vegar sækja hlutfallslega fæstir skóla á Suðurnesjum en þar sækja 92% 16 ára ungmenna skóla.

Haustið 2009 var hlutfall 17 ára í skólum 90% en hlutfall 18 ára 81%. Skólasókn hefur því einungis minnkað um 3 prósentur hjá þeim sem voru 16 ára 2008 og um 12 prósentustig hjá þeim sem voru 18 ára 2009.

NEMENDUM Á HÁSKÓLASTIGI FJÖLGAÐI UM 6,5%

Konur í miklum meirihluta

Nemendur á háskóla- og doktorsstigi voru rúmlega 18 þúsund sl. haust og fjölgaði um 1107 eða um 6,5% á milli ára. Skv. tölum Hagstofunnar eru 37% þeirra skráð í greinar sem falla undir félagsvísindi, viðskipta- og lögfræði. Hlutfall nemenda í verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð er 9% en í raunvísindum, stærðfræði og tölvunarfræði eru 8% nemenda á þessum skólastigum. Konur eru 63% allra nemenda á háskóla- og doktorsstigi.