Umræður Oddvitar í sjónvarpi.
Umræður Oddvitar í sjónvarpi. — Morgunblaðið/Eggert
Spurður hvort stefnuskrá Besta flokksins væri grín vék Jón Gnarr sér undan því að svara í umræðuþætti Sjónvarpsins í gærkvöldi og tók fram að kjósendur væru sjálfir vel í stakk búnir til þess að greina á milli þess hvað væri grín og hvað ekki.

Spurður hvort stefnuskrá Besta flokksins væri grín vék Jón Gnarr sér undan því að svara í umræðuþætti Sjónvarpsins í gærkvöldi og tók fram að kjósendur væru sjálfir vel í stakk búnir til þess að greina á milli þess hvað væri grín og hvað ekki. Jón sagðist ennfremur trúa því að hann yrði mjög góður í stóli borgarstjóra.

Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri græna, sagði ljóst að borgin þyrfti að axla ábyrgð sem atvinnurekandi, fara þyrfti í aukin viðhaldsverkefni og í því samhengi ætti að bæta aðgengismál fatlaðra.

Hanna Birna Kristjánsdóttir viðurkenndi að það væru bæði persónuleg og pólitísk vonbrigði að fylgi Sjálfstæðisflokks væri ekki meira á þessum tíma. Rifjaði hún m.a. upp að gott samstarf hefði verið á síðustu tveimur árum í borginni þvert á flokka. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, vill flýta framkvæmdum og fjölga sumarstörfum fyrir ungt fólk.