Á útleið Andri Snær leikur handbolta á Jótlandi næsta vetur
Á útleið Andri Snær leikur handbolta á Jótlandi næsta vetur — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Andri Snær Stefánsson, handknattleiksmaður á Akureyri, er á leið til Árósa í sumar og ætlar að freista þess að komast á samning hjá úrvalsdeildarliðinu Århus GF. „Þetta er mjög spennandi. Nú er bara að standa sig þegar æfingar hefjast hjá liðinu.

Andri Snær Stefánsson, handknattleiksmaður á Akureyri, er á leið til Árósa í sumar og ætlar að freista þess að komast á samning hjá úrvalsdeildarliðinu Århus GF. „Þetta er mjög spennandi. Nú er bara að standa sig þegar æfingar hefjast hjá liðinu. Þetta er allt undir mér komið. Ef ég stend mig á æfingum þá ætla forráðamenn Århus GF að bjóða mér samning,“ sagði Andri Snær í samtali við Morgunblaðið en hann heldur utan með kærustu sinni sem hefur nám við Háskólann í Árósum.

„Ég er afar spenntur enda er Árósaliðið öflugt lið með mikla hefð og frábæran þjálfara, Erik Veje Rasmussen,“ segir Andri Snær sem á að mæta á fyrstu æfingu 27. júlí.

Takist honum ekki að fá samning hjá Århus GF hafa forráðamenn félagsins boðist til að verða honum innan handar við að komast að hjá liðum í nágrenni Árósa. iben@mbl.is