Diddi Fel Flytur Hesthúsið í Havaríi.
Diddi Fel Flytur Hesthúsið í Havaríi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í dag kl. 16, mun tónlistarmaðurinn Diddi Fel koma fram í Havarí í Austurstræti. Diddi er á fullu að kynna nýja plötu sína, Hesthúsið. Hann mun taka nokkra slagara af plötunni og skemmta gestum með dæmisögum sínum úr næturlífi borgarinnar.

Í dag kl. 16, mun tónlistarmaðurinn Diddi Fel koma fram í Havarí í Austurstræti. Diddi er á fullu að kynna nýja plötu sína, Hesthúsið. Hann mun taka nokkra slagara af plötunni og skemmta gestum með dæmisögum sínum úr næturlífi borgarinnar.

Platan verður á tilboði í kringum tónleikana og geta gestir gert reyfarakaup um leið og þeir hlýða á ljúfa tóna Didda Fel og félaga.

Tónleikarnir eru hinir fyrstu í sumartónleikadagskrá Havarís. Á hverjum laugardegi munu allskyns tónlistarmenn og hljómsveitir leggja leið sína í Havarí og spila fyrir gesti og gangandi í miðborginni.