Boðið var í þrjár lóðir í Fossvogi.
Boðið var í þrjár lóðir í Fossvogi.
Lítil eftirspurn er eftir lóðum í grónum hverfum í Reykjavík. Aðeins fjögur tilboð bárust þegar tólf lóðir voru auglýstar. Þar var af sami umsækjandi að tveimur lóðum þannig að væntanlega fellur hann frá tilboði í aðra og standa þá eftir þrjú tilboð.

Lítil eftirspurn er eftir lóðum í grónum hverfum í Reykjavík. Aðeins fjögur tilboð bárust þegar tólf lóðir voru auglýstar. Þar var af sami umsækjandi að tveimur lóðum þannig að væntanlega fellur hann frá tilboði í aðra og standa þá eftir þrjú tilboð.

Fimm lóðir voru auglýstar í keðjuhúsalengju við Lautarveg, neðan Sléttuvegar. Lágmarksverð var ákveðið 12 milljónir á hús. Tilboð bárust í þrjár lóðanna, á bilinu 12,5 milljónir til 14,5 milljónir. Sami einstaklingur átti tilboð í tvær lóðirnar.

Eitt tilboð barst í staka lóð við Bauganes, 18,5 milljónir en lágmarksverð var 18 milljónir.

Ekkert tilboð barst í fimm lóðir við Blesugróf, Bleikargróf og Jöldugróf, heldur ekki í staka lóð við Lambasel. helgi@mbl.is