Halldór Ingólfsson
Halldór Ingólfsson
Liðin sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild karla og kvenna í vor mætast strax í fyrstu umferð N1-deildarinnar í haust, samkvæmt drögum að niðurröðun leikja deildanna sem send hafa verið til félaganna í N1-deild karla og kvenna og...

Liðin sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild karla og kvenna í vor mætast strax í fyrstu umferð N1-deildarinnar í haust, samkvæmt drögum að niðurröðun leikja deildanna sem send hafa verið til félaganna í N1-deild karla og kvenna og Morgunblaðið hefur undir höndum. Í fyrstu umferð N1-deildar karla, sem væntanlega fer fram fimmtudaginn 30. september, leiða Íslandsmeistara Hauka, undir stjórn Halldórs Ingólfssonar, og Valur saman hesta sína á heimavelli Vals. Bikarmeistrarar Fram og Íslandsmeistarar Valur mætast í fyrstu umferð N1-deildar kvenna á heimavelli Framara í Safamýri laugardaginn 2. október.

Nýliðar Selfoss og Aftureldingar í N1-deild karla hefja leik á útivelli. Selfoss sækir Fram heim og Afturelding fer í heimsókn til FH-inga í Kaplakrika. Fjórði leikur 1. umferðar N1-deildar karla verður á milli HK og Akureyar í Kópavogi.

Strax í annarri umferð N1-deildar karla mætast Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH á Ásvöllum, Selfoss fær Val í heimsókn, HK og Fram mætast í Digranesi og Afturelding fer norður yfir heiðar og leikur við Akureyri.

Auk viðureignar Fram og Vals í 1. umferð N1-deildar kvenna fær Fylkir Stjörnuna í heimsókn, nýliðar ÍR mæta HK, Víkingar leika við Hauka í Víkinni og FH fær nýliða Gróttu í Kaplakrika. iben@mbl.is