<strong>Eftirvænting</strong> Víða um heim var mikil eftirvænting hjá fólki eftir því að koma höndum á iPad tölvur og voru langar biðraðir við verslanir Apple.
Eftirvænting Víða um heim var mikil eftirvænting hjá fólki eftir því að koma höndum á iPad tölvur og voru langar biðraðir við verslanir Apple.
Borgarar annarra ríkja en Bandaríkjanna gátu í gær loksins fest kaup á Apple iPad snertiskjátölvunni, en formleg sala á vörunni er nú hafin í Ástralíu, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Spáni, Sviss og Bretlandi.

Borgarar annarra ríkja en Bandaríkjanna gátu í gær loksins fest kaup á Apple iPad snertiskjátölvunni, en formleg sala á vörunni er nú hafin í Ástralíu, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Spáni, Sviss og Bretlandi. Lengri tími mun líða þar til Apple leyfir sölu á undragripnum hér á landi, en samkvæmt upplýsingum frá Apple VAD á Íslandi munu höfuðstöðvarnar í Bandaríkjunum væntanlega gefa grænt ljós á söluna í haust.

Íslenskir iPad áhugamenn eru þó ekki alveg heillum horfnir því að minnsta kosti tvær íslenskar vefsíður bjóða iPad til sölu, en það eru síðurnar buy.is og isiminn.is, en tölvurnar kosta þar frá tæpum hundrað þúsund krónum.

Líkt og með fleiri vörur, sem komið hafa frá Apple undanfarin ár, hefur iPad-tölvan reynst gríðarlega vinsæl og í byrjun maí höfðu um milljón eintök selst og hefur verð hlutabréfa í Apple hækkað hratt eftir að tölvan kom fyrst út í byrjun apríl á þessu ári.