Heimir Fjeldsted
Heimir Fjeldsted
Eftir Heimi L. Fjeldsted: "Á síðasta ári sendi ég fyrirspurn til Reykjavíkurborgar þess efnis að fá að kosta bekk á geiranum frá vestanverðri Sólvallagötu og niður í Kvos. Við systkinin hugðumst heiðra minningu foreldra okkar með þessum hætti."

Á síðasta ári sendi ég fyrirspurn til Reykjavíkurborgar þess efnis að fá að kosta bekk á geiranum frá vestanverðri Sólvallagötu og niður í Kvos.

Við systkinin hugðumst heiðra minningu foreldra okkar með þessum hætti.

Þau höfðu stundum orð á því að leiðin heim úr Kvosinni væri erfið, á brattann væri að sækja og nauðsynlegt væri að geta áð á þeirri leið á góðum bekk.

Móðir okkar hefði orðið 100 ára 22. ágúst á næsta ári og faðir okkar hefði orðið 100 ára 22. júní n.k.

Það hefur tekið ótrúlega langan tíma að svara erindi mínu og mér óskiljanlegt að ekki skuli vera brugðist fyrr við.

Nú vil ég spyrja þig, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, hvort svara sé að vænta fyrir 22. júní 2010?

Við íbúar Reykjavíkurborgar viljum taka þátt í því að gera borgina okkar mannlegri og skemmtilegri og þykir því miður þegar ekki erindi okkar eru ekki virt.

Höfundur er fv. kaupmaður.

Höf.: Heimi L. Fjeldsted