Bílabúð Benna efnir til viðamikillar afmælishátíðar.
Bílabúð Benna efnir til viðamikillar afmælishátíðar.
Bílabúð Benna er 35 ára og heldur upp á tímamótin í dag með afmælishátíð í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Vagnhöfða 23. Þar verður boðið upp á margvíslega afþreyingu og veitingar fyrir alla fjölskylduna samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins.

Bílabúð Benna er 35 ára og heldur upp á tímamótin í dag með afmælishátíð í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Vagnhöfða 23. Þar verður boðið upp á margvíslega afþreyingu og veitingar fyrir alla fjölskylduna samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins. Um leið verða frumsýndir nýir bílar frá Chevrolet og Porsche.

„Saga fyrirtækisins er rakin til ársins 1975 þegar stofnandinn, Benedikt Eyjólfsson, hóf viðgerðir á mótorhjólum við frumstæðar aðstæður í litlum skúr á Vagnhöfða 23. 1976 fékk fyrirtækið nafnið Vagnhjólið og starfsmenn voru fjórir. Fyrirtækið varð snemma brautryðjandi í jeppabreytingum og nafnið breyttist í Bílabúð Benna. Um það leyti hófst jafnframt innflutningur á varahlutum og skömmu síðar nýjum bílum. Núna er Bílabúð Benna umboðsaðili Chevrolet, SsangYong og Porsche á Íslandi,“ segir í fréttatilkynningu. Um helgina verður frumsýndur í Chevrolet-salnum á Tangarhöfða smábíllinn Spark sem er nútímalega hannaður, fimm manna borgarbíll og í Porsche-salnum á Vagnhöfða 23 verður frumsýning á annarri kynslóð Porsche Cayenne. Kynnt verður ný gerð Cayenne, Cayenne S, Cayenne Turbo og Cayenne Diesel. Afmælishátíðin hefst kl. 12 og stendur til kl. 16.