Viðar Þorkelsson
Viðar Þorkelsson
Stjórn Valitors hefur gengið frá ráðningu Viðars Þorkelssonar í stöðu forstjóra félagsins. Viðar Þorkelsson hefur undanfarið gegnt stöðu forstjóra Reita fasteignafélags, áður Landic Property, en hann tók við starfinu af Skarphéðni Berg Steinarssyni.

Stjórn Valitors hefur gengið frá ráðningu Viðars Þorkelssonar í stöðu forstjóra félagsins. Viðar Þorkelsson hefur undanfarið gegnt stöðu forstjóra Reita fasteignafélags, áður Landic Property, en hann tók við starfinu af Skarphéðni Berg Steinarssyni.

Segir í tilkynningu frá Valitor að Viðar sé með víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu jafnt úr fjármálageiranum sem og rekstrarfélögum.

Viðar Þorkelsson var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Stoða (áður FL Group) frá febrúar 2008 þar til hann tók við starfi forstjóra Landic þar til í byrjun nóvember 2008. Á árunum 2006 til 2008 gegndi Viðar stöðu framkvæmdastjóra fjármála- og tæknisviðs 365 hf. Viðar starfaði á árunum 2000-2005 sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs og síðar sem aðstoðarforstjóri Vodafone og fyrirrennara þess félags.