Jóhanna Sigurðardóttir krafðist þess fyrir nokkrum dögum að þingmenn Vinstri grænna hættu að bera deilur sínar á torg.

Jóhanna Sigurðardóttir krafðist þess fyrir nokkrum dögum að þingmenn Vinstri grænna hættu að bera deilur sínar á torg. Um þetta skrifar Vef-Þjóðviljinn: „Ríkisútvarpið hafði eftir Jóhönnu að hún sjálf hefði „lagt mikið upp úr því að ríkisstjórnin sýni styrk og samstöðu út á við“. Með öðrum orðum, forsætisráðherra opnu gegnsæisstjórnarinnar kveðst leggja mikið upp úr því að sérstök mynd sé dregin upp til að sýna „út á við“, en að halda verði leyndu „út á við“ hvað raunverulega fari fram í bakherbergjum stjórnarflokkanna.

Að sjálfsögðu sendi Ríkisútvarpið þetta út án þess að minnast einu orði á það að síðast þegar Jóhanna Sigurðardóttir birtist opinberlega þá var það til að segja fólki að stjórnarsamstarf með vinstrigrænum væri eins og að smala köttum.“ Þetta er því miður ekki einstakt dæmi um sofandahátt fjölmiðla.