London Hinar fjóru fræknu vinkonur á frumsýningu í Bretaveldi.
London Hinar fjóru fræknu vinkonur á frumsýningu í Bretaveldi. — Reuters
Sex and the City 2 hefur fengið mjög misjafna dóma eftir að hún var frumsýnd í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þykir mörgum nóg um neysluveisluna sem fram fer í þáttunum og sagði gagnrýnandinn Roger Ebert m.a.
Sex and the City 2 hefur fengið mjög misjafna dóma eftir að hún var frumsýnd í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þykir mörgum nóg um neysluveisluna sem fram fer í þáttunum og sagði gagnrýnandinn Roger Ebert m.a. í sínum dómi: „Persónur Sex and the City eru lofthausar í fjaðurvigt, sem lifa í heimi sem sjaldnast krefst meira en þriggja setninga í samhengi.“ Allir eru gagnrýnendur þó sammála um að umsagnir þeirra muni lítil sem engin áhrif hafa á velgengni myndarinnar, enda muni aðdáendur Carrie Bradshaw flykkjast á myndina og eflaust hafa gaman af.