Hungur Það kom til mín eldri kona fyrir stuttu, hún brast í grát er hún sagði mér hvernig hennar kjör væru. Ellilaun hennar eru um 130 þúsund á mánuði, húsaleiga á lítilli íbúð 100.

Hungur

Það kom til mín eldri kona fyrir stuttu, hún brast í grát er hún sagði mér hvernig hennar kjör væru. Ellilaun hennar eru um 130 þúsund á mánuði, húsaleiga á lítilli íbúð 100.000 og þegar hún var búin að borga orkureikninginn og símann þá átti hún rúm 20.000 eftir til að lifa af út mánuðinn. Hún þurfti lyf sem hún gat ekki leyst út og það var átakanlegt að horfa á þessa gömlu konu niðurbeygða sem var búin að skila sínu til samfélagsins. Það eru margir fleiri í hennar sporum, einstæðar mæður og foreldrar, atvinnulausir, öryrkjar og skuldugir. Þetta er orðið ólíðandi og vil ég skora á bæði borgaryfirvöld og ríkið að gera eitthvað fyrir þetta fólk.

Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna, við höfum ekki efni á því. Árni Páll félagsmálaráðherra boðar meiri niðurskurð á bótum og þjónustu við aldraða. Hann verður að fara í aðrar matarholur.

Sigrún Reynisdóttir.

Kettlingar fást gefins

Tveir litlir kettlingar fást gefins, þeir eru hálfir persar, vinsæl og falleg blanda. Vinsamlegast hringið í 663-2174.

Leiðarljós

Skora á sjónvarpið að sýna Leiðarljós áfram því fólkið er ekki að fara í sumarfrí, það hljóta fleiri að vita að svo er ekki því við erum svo langt á eftir sýningunum í Bandaríkjunum.

Einn aðdáandi

Leiðarljóss.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12
velvakandi@mbl.is