[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Portúgalinn José Mourinho verður næsti þjálfari spænska knattspyrnustórveldisins Real Madrid . Spánverjarnir komust í dag að samkomulagi við Inter Mílanó , sem Mourinho hefur stýrt síðustu tvö árin, um að þeir fengju hann í sínar raðir.

Portúgalinn José Mourinho verður næsti þjálfari spænska knattspyrnustórveldisins Real Madrid . Spánverjarnir komust í dag að samkomulagi við Inter Mílanó , sem Mourinho hefur stýrt síðustu tvö árin, um að þeir fengju hann í sínar raðir. Forsetar Real Madrid og Inter, Florentino Perez og Massimo Moratti, hittust í Mílanó í dag og náðu sáttum um þær bætur sem Real greiðir Inter. Mourinho var samningsbundinn ítalska félaginu til ársins 2012. Áður hafði Inter krafist þess að fá tæpar 16 milljónir evra fyrir að sleppa honum til Spánverjanna.

Hannes Jón Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Hannover-Burgdorf þegar liðið tapaði fyrir HSV Hamburg , 37:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Með sigrinum komst HSV Hamburg upp í efsta sæti deildarinnar, liðið er stigi á undan Kiel en hefur leikið einum leik fleira. Burgdorf er í 14. sæti með 20 stig.

H elga Margrét Þorsteinsdóttir , Íslandsmethafi í sjöþraut úr Ármanni , tekur ekki þátt í sjöþraut á móti Götzis í Austurríki um helgina eins og henni stóð til boða. Helga Margrét meiddist lítillega síðla vetrar og æfingaáætlun hennar fór aðeins úr skorðum fyrir vikið. Hún stefnir þess í stað á þátttöku í fjölþrautarmóti í Kladno í Tékklandi eftir um hálfan mánuð en aðaðaltriði hjá henni í sumar verður þátttaka á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum 20 ára og yngri í Kanada í júlí.

Sead Hasanefendic , þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara bikarhafa í handknattleik, Gummersbach , var í gær útnefndur þjálfari keppnistímabilsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla. Framkvæmdastjórar og formenn félaga í deildinni hafa atkvæðisrétt í kjörinu og fékk Hasanefendic meirihluta atkvæða. Hasanefendic tók við þjálfun Gummersbach fyrir tveimur árum af Alfreð Gíslasyni þegar hann réðst til starfa hjá meistaraliðinu Kiel . Alfreð hreppti nafnbótina á síðasta ári og einnig árið 2002.