Framlagið Einar er höfundur lagsins „Birta“ eða „Angel“ sem fór út í Evróvisjónkeppnina fyrir Íslands hönd árið 2001. Þá var hún haldin í Danmörku.
Framlagið Einar er höfundur lagsins „Birta“ eða „Angel“ sem fór út í Evróvisjónkeppnina fyrir Íslands hönd árið 2001. Þá var hún haldin í Danmörku.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Útvarpsstöðin Kaninn stendur fyrir sumarfagnaði í Smáralind svo ég verð mjög upptekinn í dag. Ætli dagurinn hefjist ekki upp úr átta með undirbúningi sem stendur til kl. 13.

„Útvarpsstöðin Kaninn stendur fyrir sumarfagnaði í Smáralind svo ég verð mjög upptekinn í dag.

Ætli dagurinn hefjist ekki upp úr átta með undirbúningi sem stendur til kl. 13. Þá hefst hátíðin með því að Jógvan stígur á svið og svo koma allar hinar Evróvisjón-stjörnurnar okkar á eftir. Það má segja að ég taki Evróvisjón-daginn snemma, ég held hann byrji fyrr en þegar ég var úti í keppninni 2001.

Ég dríf í því að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum áður en ég fer í Smáralindina því þangað kominn er ég kominn út fyrir kjördæmið mitt.

Það verður stanslaus tónlistar- og skemmtidagskrá í Smáralindinni til kl. 16. Eftir það vorum við hjónin búin að hóta því að halda Evróvisjónpartí, við bjóðum vinum í heimsókn og fögnum hvort sem Ísland lendir í fyrsta, öðru eða þriðja sæti. Maður getur ekki verið annað en bjartsýnn.

Ég veit ekki hvenær deginum lýkur hjá okkur, það fer eftir því hvernig okkur gengur í Evróvisjón. Sigga Beinteins hefur heimtað að fá mig á Players og svo getur vel verið að ég kíki á Palla á Nasa, ef maður kemst inn þar. Ég er nú það sver að ég hef áhyggjur af því að taka of mikið pláss, þyrfti líklega að kaupa tvo miða.

Þetta verður mjög annasamur dagur hjá mér og vikan er búin að vera eins og HM í fótbolta fyrir tónlistaráhugafólk; Evróvisjón-forkeppni, Idol-keppni, forkeppni, smáhvíld á föstudaginn og svo úrslit í dag

Á morgun er afslöppun og svo ætla ég að lyfta menningarstuðlinum með því að fara að sjá Íslandsklukkuna annað kvöld í Þjóðleikhúsinu.“

Einar

Bárðarson

Útvarpsstjóri

Kanans.