Kiddi Færir sig yfir til Senu,
Kiddi Færir sig yfir til Senu, — Morgunblaðið/Ómar
„Ég ákvað að færa mig aftur yfir, vinna bara fyrir Senu núna. Ég er með nokkur stór og dýr verkefni framundan en útgáfufélagið Borgin er aðallega hugsað fyrir sjálfbærar hljómsveitir sem geta samið og tekið upp alla tónlistina sína sjálfar.

„Ég ákvað að færa mig aftur yfir, vinna bara fyrir Senu núna. Ég er með nokkur stór og dýr verkefni framundan en útgáfufélagið Borgin er aðallega hugsað fyrir sjálfbærar hljómsveitir sem geta samið og tekið upp alla tónlistina sína sjálfar. Hljómsveitirnar þurfa þannig ekki mikla aðstoð útgáfufyrirtækja í öðru en að prenta upplagið,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi í Hjálmum, en hann og Steinþór Helgi hafa rekið útgáfufélagið Borgina undanfarin ár. Verkefni Borgarinnar munu koma út undir eigin nafni en Sena tekur nú við dreifingarstarfi og fjármögnun útgáfunnar.

„Næstu verkefni mín eru stærri og dýrari í framkvæmd en Borgin ræður við. Þess vegna færum við þetta til Senu. Ég er t.d. að gera barnaplötu með Óttari Proppé, Sigtryggi Baldurssyni og Páli Óskari. Þetta er stórt og mikið verkefni sem þarf töluvert fjármagn. Maður þarf ekki að greiða hljómsveit fyrir að taka upp eigið efni. Hinsvegar þarf meira fjármagn til að greiða atvinnutónlistarmönnum til að spila inn á svona plötu,“ segir Kiddi en hann býst við að Sena taki við stærstu verkefnum Borgarinnar á næstu misserum.

jonasmargeir@mbl.is