Hafsteinn Austmann
Hafsteinn Austmann
Í Gerðarsafni stendur nú yfirlitssýning á verkum Hafsteins Austmanns, Kvika , sem opnuð var á Kópavogsdögum. Sýningin er haldin vegna 75 ára afmælis listamannsins. Á morgun kl. 15:00 mun listmálarinn Jón B.K.

Í Gerðarsafni stendur nú yfirlitssýning á verkum Hafsteins Austmanns, Kvika , sem opnuð var á Kópavogsdögum. Sýningin er haldin vegna 75 ára afmælis listamannsins.

Á morgun kl. 15:00 mun listmálarinn Jón B.K. Ransu verða með leiðsögn um sýninguna, skoða verk Hafsteins gegnum sögu abstraktlistar sem hann rekur aftur til 1850 þegar spíritistar hófu að nýta óhlutbundið myndmál og ósjálfráðar aðferðir sem síðar urðu viðteknar í módernismanum. Einnig mun hann fjalla um hvernig lesa má liti og form í myndum Hafsteins gegnum tónfræði.