— Morgunblaðið/G.Rúnar
Í dag, laugardag, kl. 14-17 standa Háskólinn í Reykjavík og Samtök leikjafyrirtækja á Íslandi (IGI, Icelandic Gaming Industry) fyrir „leikjadegi“ í húsnæði HR við Nauthólsvík.
Í dag, laugardag, kl. 14-17 standa Háskólinn í Reykjavík og Samtök leikjafyrirtækja á Íslandi (IGI, Icelandic Gaming Industry) fyrir „leikjadegi“ í húsnæði HR við Nauthólsvík. Tilgangurinn er að styrkja og efla vaxtarmöguleika íslenska tölvuleikjaiðnaðarins. Flutt verða stutt erindi um leikjaiðnaðinn og í lok dags veitir IGI verðlaun fyrir bestu tölvuleikjahugmyndina.