Séra Bragi Reynir Friðriksson andaðist fimmtudaginn 27. maí. Hann var 83 ára. Bragi fæddist 15. mars 1927 á Ísafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1949 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1953.

Séra Bragi Reynir Friðriksson andaðist fimmtudaginn 27. maí. Hann var 83 ára.

Bragi fæddist 15. mars 1927 á Ísafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1949 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1953.

Sama ár var Bragi kallaður til prestsþjónustu í Kanada og vígðist hann það ár. Hann var framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur frá 1957 til 1964 og var á sama árabili formaður Æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar.

Árið 1966 tók Bragi við Garðaprestakalli og árið 1977 var hann skipaður prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi. Árið 1997 var honum veitt lausn frá prests- og prófastsembætti.

Sinnti Bragi ýmsum trúnaðar og félagsstörfum um ævina. Hann var fulltrúi þjóðkirkjunnar í Alþjóðakirkjuráðinu 1954, meðstofnandi ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ árið 1960 og formaður Þjóðræknisfélags Reykvíkinga árin 1974-1980.

Braga var veitt Paul Harris Fellow-viðurkenning Rótarýhreyfingarinnar 1996. Árið 1997 varð hann heiðursfélagi Rótarýklúbbsins Görðum og Skátafélagsins Vífils. Hann var kjörinn heiðursborgari Garðabæjar árið 2001. Eftirlifandi eiginkona séra Braga er Katrín Eyjólfsdóttir. Þau eiga fjögur uppkomin börn.