[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hálfíslenski markvörðurinn Gunnar Nielsen hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Manchester City og gildir hann nú til næstu tveggja ára. Hann verður hins vegar í láni hjá 2. deildar félagi Tranmere næsta hálfa árið.

Hálfíslenski markvörðurinn Gunnar Nielsen hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Manchester City og gildir hann nú til næstu tveggja ára. Hann verður hins vegar í láni hjá 2. deildar félagi Tranmere næsta hálfa árið. Gunnar, sem á íslenska móður, lék fyrsta leik sinn í aðalliði City gegn Arsenal á síðustu leiktíð þegar hann kom inn á í stað Shay Given á Emirates-leikvanginum, og hélt þá hreinu. Þetta er eini leikur hans með aðalliðinu.

Efsta kona heimslistans í tennis, Serena Williams , mun væntanlega missa af þremur mótum í aðdraganda Opna bandaríska mótsins eftir að hafa skorið sig á glerbroti á veitingastað. Serena fékk skurð á hægri fót þegar hún skar sig á brotnu glasi á veitingastað í síðustu viku. Til stóð að hún yrði á faraldsfæti á næstunni í Istanbul, Cincinnati og Montreal en misstir væntanlega af þessum þremur mótum. Opna bandaríska mótið hefst 30. ágúst.

I ngólfur Sigurðsson skoraði bæði mörk unglingalandsliðs karla í knattspyrnu skipaðs leikmönnum 18 ára og yngri þegar það vann Wales í fyrradag, 2:1, í fyrsta leik sínum á Svíþjóðarmótinu. Ingólfur skoraði bæði mörkin úr vítaspyrnum eftir að Walesbúar höfðu komist yfir. Ísland mætir heimamönnum í næsta leik í dag kl. 17.

Króatíski landsliðsmaðurinn Eduardo da Silva , sem leikið hefur með Arsenal síðustu misseri, hefur skrifað undir samning til fjögurra ára við úkraínska félagið Shaktar Donetsk.

Norður-írski kylfingurinn Darren Clarke mun aðstoða Colin Montgomerie , fyrirliða Ryder-liðs Evrópu, þegar liðið mætir því bandaríska á Celtic Manor í haust. Montgomerie hefur valið sér þrjá aðstoðarfyrirliða en auk Clarke verða Daninn Thomas Björn og Írinn Paul McGinley í því hlutverki. Keppnin hefst hinn 1. október. Corey Pavin fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins hefur valið þá Tom Lehman , Jeff Sluman og Davis Love sem aðstoðarfyrirliða.