Stuðningsmenn NBA-liðsins Cleveland Cavaliers hafa á undanförnum árum keypt ótrúlegt magn af keppnistreyjum og öðrum varningi með nafni LeBron James.
Stuðningsmenn NBA-liðsins Cleveland Cavaliers hafa á undanförnum árum keypt ótrúlegt magn af keppnistreyjum og öðrum varningi með nafni LeBron James. Forsvarsmenn góðgerðarstofnunnar í Cleveland sjá sér nú leik á borði eftir að James gekk í raðir Miami Heat. Stofnunin hefur óskað eftir því að reiðir stuðningsmenn liðsins „gefi“ þeim treyjur og varning sem þeir hafa ekki áhuga á að eiga. Þeim verður þá úthlutað til skjólstæðinga stofnunarinnar.
seth@mbl.is