Útsýni Horft yfir Manhattan.
Útsýni Horft yfir Manhattan. — Morgunblaðið/Einar Falur
Iceland Express hefur ákveðið að fljúga til New York allan ársins hring. Fram til 1. nóvember verður flogið fjórum sinnum í viku en frá nóvemberbyrjun verður flogið þrisvar í viku.

Iceland Express hefur ákveðið að fljúga til New York allan ársins hring. Fram til 1. nóvember verður flogið fjórum sinnum í viku en frá nóvemberbyrjun verður flogið þrisvar í viku. Haft er eftir Matthíasi Imsland, forstjóra Iceland Express, í tilkynningu að þessari nýjung hafi verið vel tekið og er sætanýting vel yfir 90% sem er umfram vonir.

Samkvæmt tilkynningu Iceland Express hefur fjöldi erlendra farþega félagsins dvalið á Íslandi á leið sinni til og frá New York undanfarnar vikur sem er búhnykkur fyrir ferðaþjónustugreinina. Ljóst sé af bókunum að fjölmargir farþegar hyggjast staldra við hérna næstu vikur á leið sinni yfir hafið.