Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi í gærkvöld allt tiltækt lið í verslun Hagkaupa í Skeifunni eftir að skynjarar gáfu boð um eiturefnaleka. Lekinn kom frá kæli í kjallara verslunarinnar og var talið að um freon gæti verið að ræða.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi í gærkvöld allt tiltækt lið í verslun Hagkaupa í Skeifunni eftir að skynjarar gáfu boð um eiturefnaleka. Lekinn kom frá kæli í kjallara verslunarinnar og var talið að um freon gæti verið að ræða. Betur fór en á horfðist og engin slys urðu á fólki.
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru öll útköll sem þessi tekin mjög alvarlega enda um fjölfarinn stað að ræða.
Verslunin var rýmd með aðstoð starfsmanna Hagkaupa og tók það ekki nema um tíu mínútur.