Meistari Gylfi Kristinsson púttar hér á 18. flöt í Grafarholti árið 1983.
Meistari Gylfi Kristinsson púttar hér á 18. flöt í Grafarholti árið 1983.
Árið 1990 á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri fékk keppandi aðvörun frá dómara þar sem hann mætti í rifnum gallabuxum á teig – annan daginn í röð. Í kjölfarið voru settar reglur hvað varðar klæðaburð kylfinga á golfmótum.

Árið 1990 á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri fékk keppandi aðvörun frá dómara þar sem hann mætti í rifnum gallabuxum á teig – annan daginn í röð. Í kjölfarið voru settar reglur hvað varðar klæðaburð kylfinga á golfmótum. Gallabuxur hafa á síðari árum verið á bannlista sem golffatnaður og á mörgum golfvöllum landsins fá kylfingar ekki að leika í slíkum fatnaði.

Margt hefur breyst á síðustu þremur áratugum. Á Íslandsmótinu í Grafarholti árið 1983 var svo sannarlega ekki bannað að leika í gallabuxum.

Á myndinni má sjá Gylfa Kristinsson úr GS, en hann stóð uppi sem sigurvegari eftir eftir mikla baráttu gegn Úlfari Jónssyni og Björgvini Þorsteinssyni. Gylfi lék lokahringinn í gallabuxum og var einnig golfstígvélum sem voru toppurinn á tilverunni hjá mörgum kylfingum.

Það er einnig áhugavert að skoða skor keppenda á Íslandsmótinu árið 1983. Gylfi sigraði með tveggja högga mun. Hann lék samtals á 312 höggum eða 28 höggum yfir pari vallar, (79-77-77-79). Úlfar Jónsson varð annar og lék hann á 30 höggum yfir pari. Besta skorið á 18 holum á mótinu var 75 högg eða 4 högg yfir pari.

Það er kannski ósanngjarnt að bera saman skorið á Íslandsmótinu sem fram fór í fyrra á Grafarholtsvelli í fyrra við skor keppenda árið 1983. Aðstæður hafa breyst mikið á vellinum frá þeim tíma og veðrið lék svo sannarlega ekki við keppendur árið 1983. En til gamans má nefna það að Íslandsmeistararinn Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék samtals á einu höggi undir pari, líkt og Stefán Már Stefánsson, Skor Gylfa árið 1983 hefði dugað í 40. sæti á Íslandsmótinu í fyrra . seth@mbl.is