Sumarlegt Blóm setja svip á garðinn.
Sumarlegt Blóm setja svip á garðinn. — Morgunblaðið/Ómar
Sumarblóm í öllum regnbogans litum og plöntur ýmiss konar lífga mikið upp á garðinn og yfir sumartímann eru flestöll blómabeð yfirfull af litríkum smáblómum sem teygja sig í átt að sólinni.
Sumarblóm í öllum regnbogans litum og plöntur ýmiss konar lífga mikið upp á garðinn og yfir sumartímann eru flestöll blómabeð yfirfull af litríkum smáblómum sem teygja sig í átt að sólinni. Sumir nota blómin úr garðinum sínum til að pakka inn gjöfum eða nota þau í fallegan blómvönd þegar farið er í matarboð eða heimsókn. Kryddjurtir er líka sniðugt að rækta utandyra, t.d. steinselju og myntu sem er hægt að hafa í fallegum potti á svölunum eða pallinum. Það verður svo miklu skemmtilegra að elda þegar maður getur kryddað með sínu eigin kryddi.