Jón Trausti Eyjólfsson, ávallt kallaður Trausti, andaðist á líknardeild Landspítalans 20. júlí sl., 82 ára að aldri. Trausti var Reykvíkingum að góðu kunnur en hann starfaði sem hárskeri í Bankastræti 12 í liðlega 40 ár og kenndi einnig á bíl í fjölda ára.
Trausti fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1927, sonur hjónanna Eyjólfs Einars Jóhannssonar hárskera og Jónínu Þórunnar Jónsdóttur. Trausti var næstyngstur í hópi sex systkina.
Trausti var framarlega í frjálsum íþróttum á sínum yngri árum og var í fyrstu boðhlaupssveit Íslendinga á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 1948.
Trausti var virkur í Kiwanishreyfingunni um áraraðir, ferðaðist mikið og hafði yndi af veiðimennsku og brids.
Trausti kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Grétu Finnbogadóttur, 23. desember 1951. Trausti og Gréta eignuðust fimm börn.
Útför Trausta verður gerð frá Hádegskirkju, fimmtudaginn 29. júlí kl. 13:00.