Umferð um síðustu helgi reyndist nær 5% meiri en helgarnar á undan samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar á sex stöðum á hringveginum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Umferð um síðustu helgi reyndist nær 5% meiri en helgarnar á undan samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar á sex stöðum á hringveginum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Umferðin um síðustu helgi, þriðju helgina í júlí, var þó talsvert minni en umferð um hringveginn sömu helgi árin 2008 og 2009.
Sumarumferðin sló öll met síðasta sumar samkvæmt Vegagerðinni og því ekki óeðlilegt að hún sé minni nú en í fyrra. Miðað við síðustu ár virðist umferð almennt aukast í austur frá höfuðborginni en dragast saman í norður.