* Verslunin Kiosk verður opnuð í dag kl. 17 með pompi og prakt á Laugavegi 33. Plötusnúðurinn Djuna Barnes frá Danmörku kemur til með að halda uppi fjörinu og boðið verður upp á léttar veigar.
*
Verslunin Kiosk verður opnuð í dag kl. 17 með pompi og prakt á Laugavegi 33. Plötusnúðurinn
Djuna Barnes
frá Danmörku kemur til með að halda uppi fjörinu og boðið verður upp á léttar veigar. Kiosk er fataverslun sem samanstendur af níu íslenskum fatahönnuðum. Þeir eru Arna Sigrún Haraldsdóttir, Ásgrímur Már Friðriksson, Shadow Creatures, Eygló Margrét Lárusdóttir, Hlín Reykdal, María Björg Sigurðardóttir, Rebekka Jónsdóttir, Sævar Markús og Ýr Þrastardóttir.