Brugg Lögregla upprætti bruggverksmiðju.
Brugg Lögregla upprætti bruggverksmiðju.
Tveir karlmenn á sjötugsaldri voru handteknir seint á þriðjudagskvöld á sveitabæ í Hrunamannahreppi í nágrenni Flúða vegna framleiðslu landa. Mennirnir gistu fangageymslur lögreglunnar á Selfossi og voru þeir í skýrslutökum í gærdag.

Tveir karlmenn á sjötugsaldri voru handteknir seint á þriðjudagskvöld á sveitabæ í Hrunamannahreppi í nágrenni Flúða vegna framleiðslu landa. Mennirnir gistu fangageymslur lögreglunnar á Selfossi og voru þeir í skýrslutökum í gærdag. Í kjölfarið var þeim sleppt og telst málið upplýst.

Lögreglan fékk ábendingu um að umfangsmikil landaframleiðsla færi fram á sveitabænum og fór í framhaldi í húsleit. Við hana varð ljóst að um umfangsmikla framleiðslu var að ræða. Lögreglumenn lögðu hald á um þúsund lítra af gambra og um hundrað lítra af tilbúnu áfengi auk tækja til áfengisframleiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglu Selfoss var augljóst að áfengið var ætlað til sölu.

Mennirnir tveir búa á bænum og hafa áður komið við sögu lögreglu vegna framleiðslu áfengis. Mál þeirra fer nú sína leið í réttarkerfinu.